Monday, January 16, 2006

Sheesh... ég get ekki sofnað, ég get ekki lengur sofið án hans.

ég var að horfa á the lion king, ég var að muna að fyrsta ástin mín var grown-up simba. Mér fanst hann alltaf eitthvað svo... wrarrh!

Í gær gerðist... í fyrradag gerðist alveg hreint merkilegur hlutur. Ég var liggjandi uppí rúmi að spjalla (ekki merkilegur hlutur but bare with me) og ég heyri brothljóð, ég hugsa með mér "þetta er bara flaska eða eitthvað, einhver er að labba heim af djamminu" en brothljóðið hélt áfram, ég hugsaði þá með mér "þetta getur ekki verið flaska, engin flaska er svona stór" þannig að ég stend upp og lýt út um gluggan og nei sko bingo það er bara einhver að brjóta gluggan á apótekinu hérna á móti mér og hleypur inn... Hvað gerði hetjan okkar þá?! Nú hann hringdi auðvitað í 112. Þetta fanst mér alveg hreint magnað en þegar maður hringir í 112 og segir að það er verið að brjótast inn í apótekið á móti manni þá segir síma-persónan á hinni línunni "já augnablik ég ætla að gefa þér samband við lögregluna"... fáránlegt... á þeim tíma sem það tók að gefa mér samband og fyrir mig að segja hvað væri að gerast og nefna vitlausa götu og svo leiðrétta mig þá gæti þjófurinn hlaupist á brott... sem hann og gerði. Hann smýgur út um gluggann og labbar í rólegheitum í myrkrið og sprettur síðan af stað í gegnum heilsuverndartúnið og út úr augsýn og svona hálfri mínutu eftir að hann hefur horfið í nóttina ákveður löggan að láta sjá sig. Gaurinn var enginn aumingi sko, eflaust kominn niðrí fjöru og hálfa leið til heimaeyjar áður en Löggan lagði í áttina til hans... fáránlegt. en jámm þetta var magnaða helgarreynslan mín.

Síðan mætti ég til vinnu daginn eftir, ég get sagt ykkur það að það er ekkert slor að vera uppvaskari hjá kaffi tár... shit hvað það var mikið að gera, 4 tímar líða eins og 2 og hálfur. Og þetta var sunnudagur!!! :|

Ég fékk hugmynd fyrir ungliðahópinn um daginn, nokkrar jafnvel... Listasamkeppni til að safna pening og koma fólki á framfæri, pennavinir, velkomnunarnefd fyrir nýliða og þvílíkt. Því var vel tekið og fjör að koma þessu í gang :)
á morgun þá... í dag þá fer ég með Birnu í skólan hjá einum ungliðanna sem er ekki nema 12 ára, hann er kominn út og lendir í sjúku einelti vegna þess. Hann er búinn að kvarta við kennarann sinn en það er ekki gert NEITT í þessu! Mamma hans hefur ítrekað kvartað í skólastjóran en ekkert gerist! Þetta er alveg hrein KLIKKUN hvað er að þessu fólki að leyfa svona hlutum bara að gerast án neinna aðgerða? En jámm, við erum að fara að spjalla smá við skólastýrurnar (kall og kona) og reyna að fræða þau eilítið og reyna að fá þau til að fræða krakkana og kenna þeim smá mannlega samúð og gæsku. And if that don' work we gunnah torch da place. nei djók... við kveikjum ekki í neinu... allavega hefur ekkert verið sannað á dómstóli.

J´ja... kanski að maður ætti að gera aðra atlögu að svefni? ekki?? er...

~Spookyo_O... on the band wagon to sand land

No comments: